23.03.1962
Neðri deild: 72. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 1043 í B-deild Alþingistíðinda. (946)

15. mál, Seðlabanki Íslands

Forseti (RH):

Ég vil þá biðja hv. þm. að gera hlé á ræðu sinni, fundinum verður aftur haldið áfram kl. 5. En ég vil ítreka áminningu mína um, að hv. þm. gæti þingskapa, eftir að hann hafði verið áminntur um það. Nú fyrir nokkurri stundu sagði hv. þm., að ríkisstj. hefði valið þessa leið, þótt hún vissi, að hér væri um stjórnarskrárbrot að ræða. En á því er talsverður munur, hvort hv. þm. telur, að tiltekin lagasetning sé stjórnarskrárbrot, eða hvort hann fullyrðir, að ríkisstj. hafi vísvitandi brotið stjórnarskrá landsins. (LJós: Kannske hún hafi ekki vitað, hvað hún gerði.) Slík ummæli verða ekki látin óátalin, og vænti ég þess, að hv. þm. taki það til greina. Hér er um talsvert alvarlega ásökun að ræða, og vænti ég þess, að slíkt endurtaki sig ekki. — [Fundarhlé.]