19.11.1962
Neðri deild: 16. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í B-deild Alþingistíðinda. (129)

88. mál, almannatryggingar

Sjútvmrh. (Emil Jónsson):

Hæstv. forseti. Þetta frv. um bráðabirgðabreyt. á l. um almannatryggingar felur í sér tvö atriði. Hið fyrra er, að landið verði gert að einu verðlagssvæði, og hið síðara, að ellilífeyrir og örorkulífeyrir verði hækkaður um 7% frá 1. júní 1962 til samræmis við þá hækkun, sem orðið hefur á launum opinberra starfmanna.

Landinu hefur að undanförnu verið skipt í tvö verðlagssvæði, þannig að kaupstaðir, sem hafa 2000 íbúa o.fl., hafa verið á svokölluðu 1. verðlagssvæði, en aðrir landshlutar á 2. verðlagssvæði, og hafa bæði iðgjöldin til trygginganna á þessum svæðum og bæturnar, sem greiddar hafa verið, verið mismunandi eftir því, um hvort svæðið hefur verið að ræða. Þó skal það segjast, að það er heimild í l. fyrir hvaða sveitarfélag sem er að flytja sig af 2. verðlagssvæði yfir á 1. verðlagssvæði, ef þess er óskað, og hefur það verið notað af nokkrum sveitarfélögum, en tiltölulega fáum þó.

Þegar almannatryggingalögunum var breytt 1956, þegar þau voru endurskoðuð þá, var sveitarstjórnum, flestum, að ég ætla, eða öllum, skrifað og spurzt fyrir um það, hvort þær óskuðu eftir því, að verðlagssvæðið yrði bara eitt fyrir allt land. En yfirgnæfandi meiri hl. af þeim svörum, sem bárust, hnigu í þá átt að halda sama hætti og verið hafði, og þess vegna var þá ekki horfið að því að breyta þessu, þegar höfuðendurskoðun laganna fór þá fram.

Nú aftur á móti hefur hér á Alþingi oftar en einu sinni komið fram till. um það, að þessu yrði breytt og verðlagssvæðið haft aðeins eitt, og sömuleiðis hefur afstaða sveitarfélaganna til málsins breytzt á þessum árum, sem síðan eru liðin, og með þeim auknu tekjustofnum, sem sveitarfélögin hafa fengið upp á síðkastið, og á ég þar aðallega við söluskattinn, ætti að vera möguleiki fyrir þau án tiltakanlegra erfiðleika að greiða þau hærri iðgjöld til trygginganna, sem þetta hefur í för með sér. Það hefur líka komið í ljós við útsvarsálagninguna 1961, að fjöldi sveitarfétaga víðs vegar um landið hefur notað sér þá heimild, sem í þeim lögum er til lækkunar á útsvörunum frá því, sem útsvarsstigi þar gerir ráð fyrir, og má þess vegna ætla, að

þetta valdi ekki sveitarfélögunum neinum tiltakanlegum erfiðleikum, en hins vegar er óeðlilegt að mínu viti og margra fleiri að mismuna mönnum í bótagreiðslum eftir því, hvar þeir eiga heima á landinu.

Þá er hitt atriðið, sem frv. gerir ráð fyrir, að ellilífeyrir og örorkulífeyrir verði hækkaður frá því, sem nú er, á sama hátt og laun opinberra starfsmanna hafa hækkað á árinu sem leið. Það hefur verið regla að undanförnu, að bótagreiðslur almannatrygginganna hafa fylgt launum opinberra starfsmanna að þessu leyti, og þó misjafnlega. Stundum hefur þetta verið miðað við elli- og örorkulífeyrinn einan, en stundum hefur þetta verið miðað við allar bótagreiðslur úr tryggingunum. Mþn., sem starfar nú að endurskoðun 1. og hefur samið þetta frv., óskaði eftir og gerði beinlínis till. um það, að þessar bótagreiðslur yrðu nú aðeins hækkaðar á ellilífeyri og örorkulífeyri, en ekki á öðrum bótum Tryggingastofnunarinnar, vegna þess að hún hefur í endurskoðun þau mái og hefur till. á prjónunum, sem þessar bótahækkanir mundu hafa áhrif á, og óskar eftir að fá að gera tili. um þær í einu lagi, en hún býst við, að þær till. muni hún hafa tilbúnar upp úr áramótum:

Ég tel ekki, að ég þurfi að hafa um þetta fleiri orð. Hvorar tveggja þessar brtt. eru að mínu viti bæði eðlilegar og sanngjarnar. Ég vildi leyfa mér að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og félmn.