11.03.1963
Neðri deild: 51. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1383 í B-deild Alþingistíðinda. (1398)

105. mál, dýralæknar

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv. um breyt. á dýralæknalögunum var flutt í hv. Ed. og hefur gengið þar í gegn með fullu samkomulagi. Landbn. þessarar hv. d. hefur athugað þetta frv. og mælir með því, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir. En breyt. frá eldri lögum, sem þetta frv. fer fram á, er um það að fjölga um tvo dýralækna, annan í Eyjafjarðarsýslu og hinn í Húnavatns- og Strandasýslu. Um þetta hefur orðið fyllilega samkomalag, og vil ég fyrir hönd landbn. vænta þess, að svo geti orðið einnig hér í hv. d. N. mælir með því, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. Einn hv. nm. var ekki á fundi, þegar afgreiðsla málsins fór fram.