09.04.1963
Neðri deild: 68. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1522 í B-deild Alþingistíðinda. (1632)

147. mál, kirkjugarðar

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Út af athugasemd hv. 1. þm. Vestf. um vegalagningu, þá vil ég lýsa því sem afdráttarlausri skoðun minni, að það er því aðeins um skyldu að ræða af sveitarfélagi, að ekki sé annaðhvort þjóðvegur eða sýsluvegur, sem þegar er ákveðinn. Það er ekki ætlunin, að það leggist sérstök skylda á sveitarfélagið að halda við þeim hluta þjóðvegar, sýsluvegar eða annars slíks vegar, sem þegar hefur verið ákveðinn.