17.12.1962
Efri deild: 30. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í B-deild Alþingistíðinda. (239)

7. mál, Norðurlandasamningur um innheimtu meðlaga

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta fjallar um að heimila ríkisstj. að ákveða með auglýsingu í Stjórnartíðindum, að samningur sá, er undirritaður var í Osló 23. marz 1962 milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um innheimtu meðlaga, og prentaður er sem fskj. með frv., skuli öðlast gildi. Eldri samningur um þetta atriði var í meginatriðum frá árinu 1931, en sá samningur hefur nú verið endurskoðaður, og af þeirri endurskoðun hefur leitt hinn nýja samning, sem hér er prentaður sem fskj.

Heilbr.- og félmn. hefur athugað þetta frv: og mælir einróma með því, að það verði samþykkt.