06.03.1963
Sameinað þing: 35. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í D-deild Alþingistíðinda. (3345)

171. mál, brú yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forsati. Það er alveg rétt, sem hv. fyrirspyrjandi sagði hér áðan, að það er nauðsynlegt að fá úr því skorið, hvort hugsanlegt er að gera brú í Óseyrarnesi á næstu tímum, tæknilega eða kostnaðarins vegna, og í tilefni af því hefur vegamálastjóra verið skrifað um þetta mál og Lagt fyrir hann að gera athuganir á þessu máli. Ég vil, með leyfi hæstv. forseta, lesa hér upp bréf frá vegamálastjóra, sem hann hefur skrifað í tilefni þessarar fsp. Vegamálastjóri segir:

„Rn. hefur hinn 2. þ. m, sent mér til umsagnar fsp. Unnars Stefánssonar alþm. á þskj. 324 til samgmrh. um ofangreint mál. Með bréfi, dags. 15. an. 1982, sendi rn. mér til umsagnar teikningu af brú á Ölfusá hjá óseyrarnesi, sem gerð hafði verið af fyrirtækinu Hochtief í Essen að beiðni hreppsnefndar Eyrarbakkahrepps og fyrir milligöngu Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra. Með bréfi til rn., dags. 25. jan. 1982, var send umsögn um teikningar Hochtiefs og þar gerð grein fyrir því, að þær væru alls ekki nothæfar sem grundvöllur undir áætlun um brú yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi. Einnig var þar vikið að ýmsum atriðum, sem talið var nauðsynlegt að rannsaka ýtarlega í sambandi víð áætlunargerð um brú á Ölfusá hjá áseyrarnesi. Með bréfi rn., dags. 31. jan. 1962, var lagt svo fyrir, að hefja skyldi rannsóknir þær og athuganir, sem nauðsynlegar væru taldar til undirbúnings áætlana um brúargerð á Ölfusá hjá óseyrarnesi og nánar voru tilgreindar í bréfi mínu til rn., dags. 25. jan. Var lögð áherzla á það, að þeim athugunum yrði hraðað, svo sem unnt væri.

Samkv. ofangreindum fyrirmælum rn. var raforkumálastjóra ritað hinn 7. febr. 1982 og þess farið á leit, að vatnamælingadeild raforkumálaskrifstofunnar léti setja upp sjálfritandi vatnshæðarmæli við Ölfusárós hið allra fyrsta. Var þetta gert í júnímánuði 1982. Síðan hafa verið framkvæmdar samfelldar vatnshæðarmælingar á þessum stað og einnig fylgzt með ísalögum á ánni. Mestu sveiflur á vatnsborði, sem mældar hafa verið til þessa, eru 2 m. Það skal þó tekið fram, að síðan vatnshæðarmælirinn var settur, hafa ekki verið nein teljandi ísalög á ánni eða jakastíflur myndazt þar. Þar sem brúarstöplar í Ölfusárósi munu auka mjög hættuna á klakastíflum þar, þegar áin ryður sig, má jafnframt búast við því, að áin geti flætt allmikið upp á bakka sína ofan við ósinn. Þar sem landið upp með ánni er mjög flatlent, er nauðsynlegt að fá árbakkana og landið kortlagt sérstaklega. Á uppdráttum í 1:50000 með 20 m hæðarlínum, er engin leið að sjá, hve langt vatnið muni fara. Landmælingar Íslands eiga frumdrög að kortum, sem teiknuð hafa verið eftir ljósmyndum í 1:25000, og eru kort þau með 10 m hæðarlínum. Þessi kort eru þó hvergi nærri nógu nákvæm til þess að sjá dreifingu vatns upp á bakkana. Var því á s.l. vetri leitað til fyrirtækisins Forverks h/f um kostnaðaráætlun um að kortleggja árbakkana alveg frá ósum ag upp fyrir Arnarbæli á hálfs annars til tveggja km breiðu belti í 1:5000 með 1 m hæðarlínum. Kostnaður við slíka kortagerð auk loftmyndatöku og nauðsynlegra mælinga á landi í því sambandi var áætlaður 400–500 þús. kr. eftir því, hve breitt belti yrði tekið. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir s.l. sumar, var álitið, að kostnaður við þessa kortagerð væri of mikill miðað við nota;gildi kortanna og fá mætti nathæfar upplýsingar með einfaldari hætti með því að láta hallamæla bakkana og landið upp frá þeim og nota kortin, sem til eru í 1:25000 með 10 m hæðarlinum. Væntanlega verður hægt að fá mælingamenn í sumar til þess að framkvæma nauðsynlegar hallamælingar meðfram bökkum Ölfusár og þá jafnframt tæki og menn til botnrannsókna í ósnum, þó að það sé engan veginn vist, en sennilegt má það þó telja. Miðað við, að nægjanlegt starfslið fáist til þess að ljúka þeim athugunum og mælingum, sem að framan greinir, í sumar, þá, þykir mér sennilegt, að á næsta ári verði hægt að leggja fram frumdrög að kostnaðaráætlun um brú á Ölfusá hjá Óseyrarnesi.“

Þetta er það, sem vegamálastjóri hefur að segja, og eins og bréfið ber með sér, hefur hann gert það, sem í hans valdi hefur staðið á s.l. ári, eftir að rn. lagði fyrir hann að láta þessar athuganir fara fram. Það er enginn vafi á því, að brú hjá Óseyrarnesi er mjög kostnaðarsamt fyrirtæki, og hefur verið gizkað á, að sem lágmark væri hægt að tala um 25 millj. og sem hámark 60 millj. Úr þessu þarf vitanlega að fá skorið, áður en ákvörðun er tekin um það, hvort ráðizt verður í þessa framkvæmd. Og það er enginn vafi á því, að íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar óska eftir svörum við þessu sem allra fyrst.

Það er enginn vafi á því, að íbúar á Eyrarbakka og Stokkseyri telja, það miklu máli skipta fyrir þau byggðarlög, að það verði gert eitthvað til að bæta lendingarskilyrði í þeim plássum, og það jafnvel þótt hafizt verði handa við þessa brúargerð. Þess vegna, er það, að það þarf, um leið og rannsókn fer fram á þessari brú, að láta fara fram nákvæma rannsókn á því, hvað unnt er að gera í lendingarbótum fyrir Eyrarbakka ag Stokkseyri og hversu mikinn kostnað það hefur í för með sér. Og það gæti svo farið, að íbúar á Eyrarbakka og Stokkseyri segðu sem svo: Vitanlega viljum við fá brúna. En ef ekki er unnt að hefjast handa fljótt og ekki er unnt að byggja brúna, á meðan unnið er að hafnargerð í Þorlákshöfn, og ekki hægt að vinna að lendingarbótum á Eyrarbakka og Stokkseyri samtímis, þá býst ég við, að margir íbúar á Eyrarbakka og Stokkseyri segðu sem svo: Við viljum, að það verði unnið að lendingarbótum, áður en hafizt verði handa um brúargerðina. Og það hefur heyrzt á ýmsum þar eystra, að þeir hafi það mikla trú á því, að gera megi lendingarbætur fyrir tiltölulega lítið fé á þessum stöðum, og það sé það, sem þurfi að koma sem allra fyrst, þótt þeir jafnframt óski eftir brúnni.

Hæstv. forseti. Ég held, að ég hafi þá svarað fyrirspurninni.