12.02.1963
Neðri deild: 38. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í B-deild Alþingistíðinda. (385)

145. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1963

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Eins og öllum hv. alþm. er kunnugt, er svo fyrir mælt í stjórnarskrá landsins, að reglulegt Alþingi skuli koma saman ár hvert eigi síðar en 15. febr., nema öðruvísi sé ákveðið með lögum. Þá vita einnig allir, að þessu þingi, sem nú stendur yfir, verður ekki lokið fyrir þennan tíma. Þess vegna er þetta frv., sem hér er til umr. á þskj. 259, borið fram, en það mælir svo fyrir, að Alþingi skuli koma saman til fundar eigi síðar en 10. okt., en fyrr, ef forseti Íslands ákveður annað.

Ég vildi mega leyfa mér að mælast til, að sú mátsmeðferð verði viðhöfð, sem venja er til um slík frv., sem eru gamlir kunningjar hér, að málinu sé ekki vísað til n., heldur afgreitt nefndarlaust, og verði það samþ., sem ég tei vist að verða muni, þá verði þessum fundi slitið og tveir aðrir fundir boðaðir til þess að afgreiða málið endanlega frá þessari hv. deild.