22.11.1962
Neðri deild: 19. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í B-deild Alþingistíðinda. (47)

99. mál, framkvæmdalán

Frsm. meiri hl. (Birgir Kjaran):

Herra forseti. Mál þetta hefur verið til meðferðar í fjhn. hv. d. Hefur þar ekki orðið neinn ágreiningur um efni málsins, þ.e.a.s. nauðsyn lántökunnar. Hins vegar hafa komið fram skiptar skoðanir um meðferð málsins, og hefur minni hl. talið réttari aðferð, að nánar verði skilgreint í sérstökum lögum, til hverra framkvæmda lánið skyldi notað. Meiri hl. hefur hins vegar fallizt á frv. eins og það er, telur enda fordæmi fyrir slíkri málsmeðferð og mælir með því,- að frv, verði samþ. óbreytt. Hins vegar hefur einn nm. í meiri hl., Lúðvík Jósefsson, áskilið sér rétt til að flytja brtt. eða fylgja slíku.