02.04.1963
Neðri deild: 64. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 679 í B-deild Alþingistíðinda. (550)

174. mál, heimilishjálp í viðlögum

Frsm. (Birgir Finnsson):

Hæstv. forseti. Þetta frv. er einnig fylgifrv. frv. um byggingarsjóð aldraðs fólks. Í gildandi l. um heimilishjálp í viðlögum er kveðið svo á, að sveitarstjórnum og sýslunefndum skuli heimilt að setja á fót heimilishjálp, er veiti aðstoð þeim heimilum, sem eigi í erfiðleikum um stundarsakir vegna sjúkdóma, barnsburðar, slysa, dauðsfalla eða af öðrum ástæðum. Frv. er einungis um það, að við 1. gr. l. er bætt heimild til þess að starfrækja einnig heimilishjálp handa öldruðu fólki, eftir því sem nánar verður ákveðið í reglugerð, og mælir heilbr.- og félmn. einróma með þessari breytingu.

Heimilishjálpin samkv. gildandi l. er framkvæmd þannig, að viðkomandi sveitarstjórnir setja gjaldskrá vegna veittrar heimilishjálpar, og skal gjaldskráin staðfest af ráðh. Sveitarstjórn er heimilt að feila niður eða gefa eftir greiðslu á gjaldi að nokkru eða öllu leyti, og síðan endurgreiðir ríkissjóður sveitarfélögunum 1/3 hluta af halla, sem verða kann á heimilishjálpinni með þessu móti. Gildir þetta sama að sjálfsögðu um þá heimilishjálp, sem veitt kynni að verða öldruðu fólki samkv. því frv., sem hér liggur fyrir.

Ég endurtek það, að heilbr.- og félmn. mælir með samþykkt frv.