02.04.1963
Efri deild: 66. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 761 í B-deild Alþingistíðinda. (658)

212. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Efni þess frv., sem hér liggur fyrir, er að kveða á um tölu þeirra bifreiða, sem heimilt er að lækka aðflutningsgjöld á vegna fatlaðra og lamaðra. Gerir frv. ráð fyrir því, að sú tala sé óbreytt frá því, sem er í núgildandi lögum.

Fjhn. hefur haft þetta frv. til meðferðar og eins og nál. á þskj. 484 ber með sér, mælir hún einróma með því, að það verði samþ. óbreytt.