04.04.1963
Efri deild: 67. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (663)

212. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Ég hafði lofað tveim hv. þdm. því við 2. umr. málsins að leita upplýsinga um fsp., sem þeir þá báru fram.

Önnur fsp., borin fram af hv. 1. þm. Vesturl. (ÁB), var þess efnis, hvort fullnægt hefði verið eftirspurninni eftir þeim bifreiðum, sem hér er um að ræða, eða þeirri tölu bifreiða, sem heimilað er að lækka aðflutningsgjöld á. Hæstv. viðskmrh., sem ég leitaði til varðandi þetta efni, tjáði mér, að eftirspurninni hefði nokkurn veginn verið fullnægt síðastliðin ár. Það hefði ekki verið um að ræða, að umsóknir hefðu borizt umfram þetta, sem teljandi væri.

Hin fsp. var frá hv. 5. þm. Norðurl. e. (BjörnJ), þess efnis, hvaða reglur giltu um afskrift þeirrar kröfu, sem ríkið á á hendur þeim, sem þessar bifreiðar fá, varðandi það, að þeir endurgreiði lækkun aðflutningsgjaldanna, ef bifreiðarnar eru seldar. Hæstv. ráðh. tjáði mér, að þeirri reglu hefði til skamms tíma verið fylgt, að krafa þessi afskrifaðist á tíu árum, en á s.1. ári hefði því verið breytt þannig, að krafan afskrifaðist nú á fimm árum, þannig að endurgreiðsluskyldan falli niður, ef bifreiðin er seld, eftir að fimm ár eða meira eru liðin frá því, að hún var keypt. Vænti ég, að hv. þm. telji þessar upplýsingar eftir atvikum fullnægjandi.