11.05.1964
Efri deild: 90. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1448 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

36. mál, lausn kjaradeilu verkfræðinga

Helgi Bergs:

Herra forseti. Ég hef nú ekki kvatt mér hljóðs í þessu máli fyrr en hér við 3. og síðustu umr. þess. Það á m.a. rót sína að rekja til þess, að mér hefur fundizt málið kannske vera mér svolítið skylt og væri því kærara, að aðrir tækju upp hanzkann, og sannleikurinn var líka sá, að við 2, umr. þessa máls gerði hv. 3. þm. Norðurl. v. — og raunar einnig hv. 9. þm. Reykv. — málinu svo góð skil, að þar var ekki miklu við að bæta.

Mér virtist meðferð hv. 3. þm. Norðurl. v. á málinu vera efnislega algerlega tæmandi, og ég ætla því ekki að ræða hér um málið efnislega, heldur nokkuð um meðferð þess. Og nú þykir mér það illt, að hæstv. ráðh., sem með þetta mál fer, skuli ekki vera í d., og mér kemur það tæplega að gagni að ræða málið, nema hann sé við, sökum þess að það, sem ég hef hér fram að færa, er með þeim hætti, að ég þarf að fá að ræða það við hæstv. ráðh. Ég vildi þess vegna mælast til þess við hæstv. forseta, að hann frestaði málinu um sinn, meðan kannað væri, hvort hæstv. ráðh. ætti hægt með að koma til okkar hér í d. (Forsetl: Ég vil geta þess, að hæstv. ráðh. hafði það á orði við mig núna, að hann mundi hverfa úr d., en ef miklar umr. yrðu um þetta mál, get ég eins frestað umr.) Það verða ekki miklar eða langar umr. frá minni hálfu, en ég þarf að fá að segja nokkur orð við ráðherrann. [Frh.]