11.05.1964
Efri deild: 88. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1735 í B-deild Alþingistíðinda. (1179)

83. mál, Seðlabanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur á milli funda athugað þær brtt. við seðlabankafrv., sem nú hafa verið lagðar fram. Úrslit málsins í n. eru þau, að meiri hl. n., eða auk mín þeir hv. 6. þm. Norðurl. e. og hv. 3. landsk., mælir með þessum brtt. og fellst á þau sjónarmið hæstv. ríkisstj., sem hæstv. menntmrh. gerði grein fyrir varðandi nauðsyn þess að gera þær breytingar, sem hér er um að ræða. Hv. 6. þm. Sunnl. hefur hins vegar tjáð sig þessum breytingum andvígan eða hefur a.m.k. óbundnar hendur með tilliti til þeirra.

Það er rétt, að það komi hér fram, að hann óskaði eftir því, að fjhn kallaði á sinn fund bankastjóra viðskiptabankanna og ýmsa sérfræðinga í bankamálum. En með tilliti til þess, hvernig á stendur, eða hve stutt er nú eftir af þingtímanum, þá taldi ég ekki fært að verða við þeim óskum, þótt ég að öðru leyti harmi það, að of stuttur tími hefur gefizt til þess að athuga þessi mál, en fyrir þeim atriðum gerði hæstv. menntmrh. grein í sinni ræðu.