11.05.1964
Efri deild: 88. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1963 í B-deild Alþingistíðinda. (1544)

229. mál, lán fyrir Flugfélag Íslands til flugvélakaupa

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Eins og grg. þessa frv., sem hér hefur verið lagt fram, ber með sér, þá flytur fjhn. þetta mál að beiðni fjmrh. Efni þess er það að heimila ríkisstj. að ábyrgjast lán fyrir Flugfélag Íslands til flugvélakaupa, og er gert ráð fyrir því, að hin nýja flugvél, sem keypt verður, sé notuð á flugleiðum innanlands. En eins og kunnugt er, þá eru allmörg fordæmi fyrir því, að hv. Alþingi hefur orðið við beiðnum flugfélaganna beggja um slíka ábyrgð, og hefur venjulega verið, að því er ég bezt veit, samstaða hér á hv. Alþingi um það að verða við slíkum beiðnum.

Það er enn fremur venja, að þingnefndir verði við slíkum beiðnum frá hæstv. ráðherrum um að flytja slík frv., en ég vil taka það fram, að einstakir nm. hafa þó óbundnar hendur um afstöðu til þessa máls.