20.12.1963
Efri deild: 33. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2247 í B-deild Alþingistíðinda. (1758)

Þinghlé

forseti (EggÞ):

Verði engar sérstakar breytingar á gangi mála í hv. Nd., breytingar, sem nú eru ekki sýnilegar, mun þetta verða síðasti fundur þessarar hv. þd. fyrir jólaleyfi Alþingis. í veikindafjarveru hæstv. forseta d., Sigurðar Ó. Ólafssonar, óska ég öllum hv. þdm. og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar, góðs og farsæls komandi árs með þökk fyrir samstarfið á árinu, sem er að líða. Þm., sem búsettir eru utan Reykjavíkur, óska ég góðrar heimferðar og góðrar heimkomu, um leið og ég læt þá einlægu ósk og von í ljós, að við megum allir mætast hér á ný á Alþingi til þjóðnýtra starfa að loknum jólaleyfum. Jafnframt færi ég öllu starfsfólki þakkir fyrir gott samstarf.