18.12.1963
Neðri deild: 34. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (202)

103. mál, náttúruvernd

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Efni málsins er afar einfalt. Tillaga er um að breyta því, að nauðsynlegt sé, að bæði formaður og varaformaður náttúruverndarráðs séu embættisgengir lögfræðingar, í það, að aðeins annar hvor þeirra þurfi að vera það.

Menntmn. hefur komið saman og mælir einróma með frv.