24.01.1964
Neðri deild: 44. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

119. mál, ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o.fl.

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Hún skal sannarlega vera stutt, athugasemdin. Ég ætla aðeins að segja, að hafi menn verið í vafa um það, áður en hæstv. fjmrh. talaði hér áðan, að það væri eindregin stefna hæstv. ríkisstj. að stefna að verulegum greiðsluafgangi í ríkisbúskapnum, sem yrði lagður inn í efnahagskerfið til jafnvægis, — hafi menn verið í vafa um þetta, áður en hann talaði hér áðan, þá þurfa menn ekki að vera í neinum vafa nú eftir þessa ræðu. Kemur þetta alveg heim og saman við það, sem ég og fleiri höfum haldið fram að liggi til grundvallar fyrir þeirri nýju skattálagningu, sem hér er ráðgerð.