04.03.1964
Sameinað þing: 49. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 902 í D-deild Alþingistíðinda. (3362)

162. mál, Norðurlandsborinn

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég ætlaði að segja það svo skýrt, að það skildist, að það er meiningin að flytja borinn norður og bora á Akureyrarsvæðinu, þegar borinn hefur lokið því, sem honum er ætlað að gera í Vestmannaeyjum, en það er talið, að það taki 3—4 mánuði. Og það er og verður unnin undirbúningsvinna á Akureyrarsvæðinu á þessum tíma.