20.02.1964
Efri deild: 50. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 764 í B-deild Alþingistíðinda. (469)

149. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur í grg, fyrir þessu frv. svo og í framsöguræðu hæstv. fjmrh. fyrir frv. við 1. umr. málsins, er aðalefni þess það að færa hinar svokölluðu aukatekjur ríkissjóðs til samræmis við þá breytingu, sem orðið hefur á launakjörum opinberra starfsmanna með kjarasamningi þeim, sem gerður var á s.l. ári. Fjhn. hefur athugað þetta frv., og eins og nál, á þskj. 293 ber með sér, hefur orðið samkomulag um það í n. að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt.