09.05.1964
Efri deild: 86. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í B-deild Alþingistíðinda. (873)

150. mál, eftirlit með opinberum sjóðum

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Efni þessa frv. er það að leggja niður þá n., sem hefur haft eftirlit með opinberum sjóðum, og fela það eftirlit ríkisendurskoðuninni. Þetta frv. var lagt fyrir þessa hv. d. og samþ. hér samhljóða. Í Nd., komu fram óskir um það, í fjhn. þeirrar d., að gera formbreytingu á frv., og eftir athugun sameiginlega af hendi fjmrn. og fjhn. varð niðurstaðan að gera formbreytingu á þessu frv., en efnisbreyting er þar engin. Um það varð alger samstaða í hv . Nd., og legg ég til, að frv. verði samþykkt í þessari d., eins og það liggur nú fyrir.