08.05.1964
Neðri deild: 94. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1220 í B-deild Alþingistíðinda. (900)

209. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur haft til athugunar frv. það, sem hér liggur fyrir á þskj. 451, um breyt. á 1. nr. 69 frá 28. apríl 1962, um tekjustofna sveitarfélaga. N. hefur orðið sammála um afgreiðslu málsins, og leggur hún einróma til, að það verði samþ. með þeirri breyt., sem fram kemur í nál. á þskj. 608. Tveir nm., þeir Jón Skaftason og Ágúst Þorvaldsson, hafa þó áskilið sér rétt til að fylgja brtt., sem fram kunna að koma.

Brtt. n, er á þskj. 608 og er sem hér segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Á eftir 7. gr. komi ný grein, svo hljóðandi: 45. gr. laganna orðist svo: Sveitarstjórnum (framtalsnefndum) er þó heimilt að leggja á útsvör án milligöngu skattstjóra, sem lætur þeim þá í té framtöl skattgreiðenda (framteljenda) í sveitarfélaginu til hliðsjónar við álagninguna. Sveitarstjórn (framtalsnefnd) gerir síðan skrá um álagninguna, sem skal vera lokið 20. júní ár hvert. Að öðru leyti gilda um álagningu sveitarstjórna ákvæði laga þessara.“

Breytingin er í því fólgin, að 45. gr. gildandi l. um tekjustofna sveitarfélaga gerir aðeins ráð fyrir, að sveitarfélögum með færri en 500 íbúa sé heimilt að leggja á útsvör án milligöngu skattstjóra. En till. n. gerir hins vegar ráð fyrir, að öllum sveitarfélögum verði þetta heimilt. Ef athugað er, hvað heimildargr. l. nær til margra sveitarfélaga, kemur í ljós samkv. upplýsingum ríkisskattstjóra, að af 229 sveitarfélögum geta 189 þeirra notað heimildina, ef þau æskja þess, en aðeins 40 sveitarfélög, þar með taldir kaupstaðirnir 14, eru bundin af ákvæðum laganna.

Nú liggur það fyrir, að landsþing Sambands ísl, sveitarfélaga óskaði þess eindregið á fundi sínum í sumar, að 45. gr. tekjustofnalaganna yrði breytt í þá átt, sem till. n. gerir ráð fyrir.

Lítur n. svo á, að þótt till. hafi verið samþ., muni ekki verða nein veruleg breyting á framkvæmd laganna. Kaupstaðirnir og hin stærri sveitarfélög munu eftir sem áður nota sér heimild 44, gr. l. um að láta skattstjóra annast álagningu eða útreikning útsvaranna, því að í raun og veru er það ekki annað, sem skattstjóra er ætlað, en að reikna út útsvarsupphæð hvers einstaklings, eftir að framtalsn. hefur yfirfarið framtölin og ákveðið útsvarsskylda upphæð af tekjum hvers og eins samkv. þeim reglum, sem þar um gilda.

Í 42, gr. gildandi l. um tekjustofna sveitarfélaga er hlutverk framtalsnefnda afmarkað skýrt og greinilega. Þar er ákveðið, að framtalsn. skuli rannsaka framtöl útsvarsgreiðenda og úrskurða útsvarsskylda upphæð hvers gjaldanda af tekjum hans. Enn fremur er framtalsn. samkv. þessari gr. l. ætlað að áætla útsvarsskyldar tekjur og eignir þeirra, sem skila ekki framtölum, og er beint fram tekið, að miða skuli álagningu útsvara þessara aðila við áætlun framtalsnefndar.

Í gr. eru einnig ýtarleg ákvæði um, hvernig framtalsnefild skuli að öðru leyti haga störfum sínum. Er af þessu ljóst, að þó að skattstjóri annist álagningu útsvara, er hann bundinn af úrskurði framtalsn. um útsvarsskylda upphæð af tekjum hvers og eins, nema um beina reikningsskekkju sé að ræða eða framtalsn. Hafi ekki fylgt ákvæðum 42. gr. laganna. Er framtalsn. að sjálfsögðu í öllu bundin ákvæðum þessara 1., þótt hún sjálf annist álagningu útsvaranna samkv. 45. gr., og er það veruleg trygging fyrir útsvarsgreiðendur, að þeim verði ekki mismunað í útsvari, ef framtali hefur verið skilað og rétt hefur verið fram talið. Er því ekki, eins og ég sagði áður, nein ástæða til að ætla, að nein veruleg breyting verði á framkvæmd 1., þótt till, n. verði samþykkt.

Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða frv. efnislega ýtarlegar, þar sem hæstv. fjmrh. gerði grein fyrir því, þegar það var lagt hér fram við 1. umr. í þessari hv. deild.