05.05.1964
Neðri deild: 90. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1300 í B-deild Alþingistíðinda. (964)

201. mál, kísilgúrverksmiðja við Mývatn

Frsm. (Jónas G. Rafnar):

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð út af brtt. é þskj. 563 frá hv. 3. þm. Reykv. (EOl). Ég hef því miður ekki haft aðstöðu til þess að kalla hv. iðnn. saman til fundar til þess að athuga þessa brtt., en hins vegar hef ég með viðtölum kannað viðhorf nefndarmanna til hennar, og mun vera óhætt að segja, að þeir séu sammála um það, að hér sé um tvö óskyld mál að ræða og að þeir geti af þeirri ástæðu ekki mælt með brtt.

Ég viðurkenni, að það væri full ástæða til þess og raunar veruleg þörf á því að útvega 150 millj. kr. til þess að efla iðnaðinn á Norðurlandi. En ég tel, að ef horfið yrði að því ráði, þyrfti það að bera öðruvísi að og að slík stórframkvæmd þyrfti mjög mikinn undirbúning, áður en um hana yrðu gerðar till. hér á hv. Alþingi.