29.03.1965
Efri deild: 59. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1389 í B-deild Alþingistíðinda. (1134)

155. mál, eftirlaun

Frsm. meiri hl. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Efni þessa frv. er það að veita heimild til handa hæstv. ríkisstj, til þess að greiða uppbætur á eftirlaun skv. 18. gr. fjárlaga á sama hátt og slíkar uppbætur eru greiddar á önnur eftirlaun frá ríkissjóði. Fjhn. hefur haft þetta frv. til athugunar og eins og nál. á þskj. 355 ber með sér, hefur nefndin ekki náð samstöðu um afgreiðslu málsins. Við sex, sem að því nál. stöndum, leggjum til, að það verði samþykkt óbreytt.

Það má vitanlega um það deila, hvort 18. gr. fjárlaganna, a.m.k. í þeirri mynd, sem hún er nú, eigi rétt á sér. Ég lít þannig á, að með því að mæla með samþykkt þessa frv. höfum við, sem að nál. stöndum, út af fyrir sig ekki tekið afstöðu til þess máls, en eins og grg. frv. ber með sér, hefur það verið venja að greiða uppbætur á eftirlaun skv. 18. gr. eftir sömu reglum og á önnur laun. Og í öðru lagi er það yfirleitt efna lítið fólk, sem hér á hlut að máli og með tilliti til þessa lítum við, sem að meirihlutanál. stöndum, þannig á, að ekki væri ástæa til þess að víkja frá venju í þessu efni að þessu sinni.