11.02.1965
Neðri deild: 41. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1580 í B-deild Alþingistíðinda. (1356)

8. mál, náttúrurannsóknir

Menntmrh. (Gylfi. Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vildi aðeins láta í ljós þakklæti mitt til hv. menntmn, fyrir að hafa afgreitt þetta frv. shlj. og vona, að það hljóti einróma samþykki hinnar hv. d. En jafnframt vildi ég láta í ljós sérstaka ósk mína um það, að n. starfi áfram að afgreiðslu hins málsins, sem hv. frsm. nefndi í ræðu sinni, frv. um rannsóknir í þágu atvinnuveganna og skili áliti til hv. d. svo tímanlega, að d. og Ed. á eftir vinnist tími til þess að afgreiða málið á þessu þingi.