05.05.1965
Efri deild: 80. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1675 í B-deild Alþingistíðinda. (1549)

203. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt af ríkisstj. eftir sameiginlegri beiðni Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og samninganefndar ríkisstj. um kjaramál. Það er um að breyta nokkrum frestum varðandi kjarasamningana og er ýtarlega gerð grein fyrir því í grg. frv.

Ég vænti þess, að um þetta mál geti orðið fullkomin samstaða, en þess er óskað af báðum aðilum, að frv. geti orðið að l. á þessu þingi.

Ég legg til, að málinu verði vísað til 2. umr.