08.05.1965
Efri deild: 86. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1754 í B-deild Alþingistíðinda. (1587)

201. mál, Landsvirkjun

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég tel, að þessi till. spilli á engan hátt 3. gr. frv. og meiningin í gr. sé þannig óbreytt, að það verður því aðeins ráðizt í nýjar framkvæmdir, að þær séu hagkvæmar og þó að sleppt sé „fyrirtækinu“ beinlínis þarna úr, þar sem segir: „Sýni áætlanir fyrirtækisins“, heldur bara „sýni áætlanir“, þá breyti það ekki neinu, og því ónauðsynlegri var nú þessi till., þar sem búið var beinlínis að samþykkja, að áætlanir skyldu gerðar í samráði við raforkumálastjórn. En þrátt fyrir það getur þetta ekki neinu spillt og ekki heldur þótt orðið „fjárhagslega“ sé fellt í burtu, því að eftir stendur „hagkvæmt“, og þess vegna get ég mælt með því, að þessi till. verði samþ.