08.05.1965
Efri deild: 85. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2008 í B-deild Alþingistíðinda. (1964)

63. mál, kostnaður við skóla reknir sameiginlega af ríki og sveitarfélögum

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Þetta frv. er þmfrv., flutt í hv. Nd. Með því er lagt til, að breyting verði gerð á síðustu mgr. 11. gr. skólakostnaðarlaganna frá 1955, en sú mgr. hljóðar þannig í lögunum: „Laun ráðskonu í heimavistarbarnaskólum greiðir ríkissjóður að öllu leyti.“ Með frv. er lagt til, eins og segir í 1. gr. þess, að laun ráðskonu og önnur vinnulaun, sem þarf til matseldar í heimavistum í barna- og unglingaskólum skyldunámsins, greiði ríkissjóður að öllu leyti. Flm. gera í grg., sem frv. fylgir, grein fyrir því, hvaða ástæður liggi til þess, að þetta frv. er fram komið og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um það efni umfram það, sem í grg. segir. Frv. var samþ. óbreytt í hv. Nd. Alþ. Menntmn. hefur athugað frv. og leggur til, að það verði samþ.