02.11.1964
Efri deild: 9. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 2337 í B-deild Alþingistíðinda. (2093)

Athugasemdir um þingstörf

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. 3. þm. Norðurl. v., að flest þeirra stjfrv., sem lögð hafa verið fyrir þetta Alþingi, hafa verið lögð fyrir Nd. Ég er honum einnig sammála um, að þetta eru óheppileg vinnubrögð og þarf að skipta jafnar milli deilda og er það öllum í hag, bæði Alþingi í heild, deildunum báðum, stjórnarandstöðu og stjórnarsinnum og munu verða gerðar ráðstafanir til þess að kippa þessu í lag.