21.04.1965
Sameinað þing: 42. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í D-deild Alþingistíðinda. (3309)

170. mál, starfsfræðsla

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég ber ábyrgð á þeirri kennslu og fræðslu, sem fram fer í skólum landsins og ég vil aðeins endurtaka það, sem ég sagði áðan, þannig að ekkert fari milli mála um það, að mér hefur aldrei borizt nein till. um það frá neinum aðila, sem eðlilegt væri að gerði þar um slíka till., — þá aðila nefndi ég áðan: fræðslumálastjóra, skólastjóra Kennaraskóla Íslands, sálfræðingafélag, kennarasamtök, — mér hefur aldrei borizt nein till. um að fela Ólafi Gunnarasyni starfsfræðslu í skólum landsins, svo að ég hef aldrei gengið gegn neinni slíkri till. Í mínum embættisverkum hefur því aldrei að þessu leyti falizt neitt vanmat á störfum eða starfsgetu Ólafs Gunnarssonar. Tillaga um slíkt hefur aldrei verið fyrir hendi, þannig að ég hef aldrei haft neitt tilefni til að hafna henni.