28.04.1966
Efri deild: 73. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2162 í B-deild Alþingistíðinda. (1389)

26. mál, verðlagning landbúnaðarvara

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er um að ræða, er flutt til staðfestingar á brbl., sem voru útgefin 11. sept. 1965. Frv. fékk afgreiðslu í Nd., en hefur legið fyrir þessari hv. d. að ég ætla síðan fyrir áramót. Má því segja, að nú á síðustu dögum þingsins sé mál til komið að taka frv. fyrir, því að eðlilegast er, að það fái þinglega afgreiðslu og brbl. verði staðfest af hv. Alþ., enda þótt annað frv. hafi verið afgr. hér í þessari hv. d. og talið líklegt, að það verði lögfest í hv. Nd., frv., sem fjallar um verðlagningu landhúnaðarafurða.

Þessi brbl. áttu ekki að gilda nema til eins árs, og má því segja, að þau hafi lokið verkefni sínu, ef það frv., sem ég áðan nefndi, verður lögfest nú á þessum næstu dögum, en eigi að síður er eðlilegt, að brbl. verði staðfest.

Brbl. voru rædd mikið á sl. hausti. Þá var einnig mikið um þau skrifað. Hv. dm. er þess vegna kunnugt um, hvað hér er um að ræða, og ég sé því ekki ástæðu til að svo stöddu að fara að lýsa þessu frv. eða l. í heild, nema sérstakt tilefni gefist til að ræða þessi mál, sem brbl. ganga inn á, og ég held þess vegna, herra forseti, að ég um sinn leggi aðeins til, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. landbn.