14.12.1965
Neðri deild: 30. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 342 í B-deild Alþingistíðinda. (147)

6. mál, Húsnæðismálastofnun ríksisins

Jónas Pétursson:

Herra forseti. Ég lagði hér fram eina litla brtt. fyrir nokkru og vænti þess nú reyndar, að n. mundi taka hana upp og gera að sinni. Þetta hefur ekki orðið, en þetta er aðeins um eitt orð, sem ég lagði til að félli niður úr 1. gr., þar sem sagt er: „án óþarfa íburðar.“ Mér finnst þetta „óþarfa“ ekki eiga þarna að vera, vera eiginlega mjög til lýta. En nú er ætlunin, að þetta frv. verði lögfest fyrir jól, og það er mjög liðið á þingtíma, og enn fremur, þar sem mér hefur verið tjáð, að fyrir liggi enn heildarendurskoðun á þessari löggjöf, hef ég ákveðið að taka þessa till. aftur í góðu trausti þess, að þetta verði tekið til greina, þegar heildarendurskoðun á löggjöfinni fer fram.