24.03.1966
Efri deild: 55. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2493 í B-deild Alþingistíðinda. (1758)

83. mál, sala jarðarinnar Kollaleiru

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá Nd., flutt þar af 4 hv. þm. Austf. og fjallar um að heimila ríkisstj. að selja Reyðarfjarðarhreppi jörðina Kollaleiru. Þarna mun haga þannig til, að byggingar Reyðarfjarðarhrepps standa í landi þessarar jarðar, og eru svipaðar ástæður fyrir ósk hreppsins um að fá þessa jörð keypta eins og víðar hefur verið leyft, þar sem svipað hefur staðið á. Nd. gerði lítils háttar breytingu við frv. á þá leið að tryggja ríkinu umráðarétt eða kauprétt með svipuðum kjörum og það selur, ef af þessu verður, ef það þarf á aðstöðu að halda í landi jarðarinnar. Ég tel rétt, að heimild verði veitt til að selja jörðina, og landbn. Nd. hefur einnig litið svo á, en þess ber að geta, að tveir nm. voru ekki viðstaddir, þegar nál. var undirritað, en ég hef ástæðu til að ætla, að þeir hafi ekkert við þessa sölu að athuga frekar en aðrir nm. N. leggur til, að frv. verði samþ.