29.03.1966
Neðri deild: 61. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2495 í B-deild Alþingistíðinda. (1775)

103. mál, sala eyðijarðarinnar Litla-Gerðis í Grýtubakkahreppi

Frsm. (Gunnar Gíslason):

Herra forseti. Frv. þetta. var flutt í Ed. og mun hafa verið afgreitt þaðan, að því er ég held, án ágreinings. Frv. felur það í sér að heimila ríkisstj. að selja Skírni Jónssyni bónda að Skarði í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu eyðijörðina Litla-Gerði í sama hreppi. Þegar mál þetta kom til landbn. þessarar hv. d., lágu ekki fyrir neinar umsagnir um málið, en yfirleitt er það venja okkar í landbn. að senda mál sem þessi til umsagnar landnámsstjóra og jarðeignadeildar ríkisins, og það gerðum við. Umsagnir beggja þessara aðila eru á þá lund, að þeir mæla með því, að ríkisstj. verði heimilt að selja nefndum bónda þessa jörð, og segir landnámsstjóri í sinni umsögn, að hann telji eðlilegt, að þessi jörð verði sameinuð Skarði, og yrði það til hags fyrir búrekstur þeirra jarðar. Að fengnum þessum jákvæðu umsögnum þessara tveggja aðila leggur landbn. d. einróma til, að frv. verði samþ.