15.04.1966
Neðri deild: 70. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2508 í B-deild Alþingistíðinda. (1859)

117. mál, matreiðslumenn á farskipum og fiskiskipum

Frsm. (Sigurður Ingimundarson):

Herra forseti. Iðnn. hv. þd. hefur haft þetta mál til athugunar. Frv. er flutt af iðnn. Ed. eftir beiðni skólanefndar Matsveina- og veitingaþjónaskólans. Með frv. er lagt til. að breytt verði tveim gr. laga nr. 50 29. marz 1961, um bryta og matreiðslumenn á fiskiskipum, þar sem talið er, að I. hafi valdið nokkrum erfiðleikum í framkvæmd, m.a. vegna ónákvæmni í orðalagi. Er þar annars vegar um að ræða starfsheitin matreiðslumaður og matreiðslusveinn, eftir því hvaða starfsmenntun þessir aðilar hafa hlotið, og hins vegar þau ákvæði, sem gera ráð fyrir því, að þeir, sem starfað hafa eitt ár eða lengur fyrir gildistöku I. á fiskiskipum 100 rúmlesta eða stærri, skyldu öðlast starfsréttindi. Réttara þykir nú að fenginni reynslu að miða þetta við 50 rúmlesta skip.

Umsagnir hafa borizt frá Farmanna- og fiskimannasambandinu, Landssambandi ísl. útvegsmanna, Matsveinasambandi Sjómannasambands Íslands og frá Félagi bryta, og mæla allir þessir aðilar með samþykkt frv., en áður lágu fyrir meðmæli iðnmrn. Hv. Ed. hefur afgreitt málið samhljóða og iðnn. þessarar d. leggur til. að það verði líka samþ. samhljóða hér.