02.05.1966
Efri deild: 78. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2819 í B-deild Alþingistíðinda. (2191)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (SÓÓ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 30. apríl 1966. Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér að fara fram á fjarvistarleyfi. Vegna forfalla 1. varamanns Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, áð óska þess, að 2. varamaður flokksins í kjördæminu, Einar Guðfinnsson útgerðarmaður, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.

Virðingarfyllst,

Þorv. Garðar Kristjánsson.

Til forseta efri deildar Alþingis.“

Þessu fylgir einnig símskeyti frá Hólmavík, svo hljóðandi:

„Hér með tilkynnist, að ég get ekki mætt á þingi sem varamaður Þorvalds Garðars Kristjánssonar vegna skyldustarfa.

Kristján Jónsson.“ Samkvæmt þessu tekur Einar Guðfinnsson sæti hér í þessari hv. d. sem varamaður 4. þm. Vestf., og býð ég hann velkominn til starfa í deildinni.