03.05.1966
Sameinað þing: 44. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2820 í B-deild Alþingistíðinda. (2192)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt: „Reykjavík, 2. maí 1966. Jón Þorsteinsson, 4. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar eð ég er á förum út á land í brýnum persónulegum erindum og get ekki sinnt störfum á Alþ. næsta hálfan mánuð, óska ég eftir því, að 3. varamaður landsk. þm. Alþfl., Hilmar Hálfdánarson, taki sæti mitt á Alþ., en 1. og 2. varamaður landsk. þm. flokksins sitja nú þegar á Alþ.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Ó. Ólafsson,

forseti Ed.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Hilmar Hálfdánarson hefur ekki áður átt sæti á Alþ. og þarf að fara fram rannsókn á kjörbréfi hans. Vil ég biðja hv. kjörbréfanefnd að taka kjörbréfið til rannsóknar, en á meðan verður gert fundarhlé. —