27.04.1966
Sameinað þing: 41. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í D-deild Alþingistíðinda. (2773)

71. mál, skýrslugjafir fulltrúa Íslands á þjóðaráðstefnum

Frsm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Utanrmn. hefur rætt þessa till., sem flutt er af Ólafi Jóhannessyni og Þórarni Þórarinssyni, Var utanrrh. viðstaddur á fundi n., þegar till. var rædd þar. Það var samhljóða álit nm. og ráðh., að æskilegt væri, að Alþingi séu gefnar skýrslur um það, sem fram fer á alþjóðafundum og ráðstefnum, sem Ísland tekur þátt í. Einstakir alþjóðafundir kynnu þó að vera þess eðlis, að slíkar skýrslugjafir um þá til Alþ. hentuðu síður eða jafnvel ekki. N. var einnig sammála um, að athugun færi fram á því, hvaða háttur væri á hafður í þessum efnum meðal annarra þjóða Norðurlanda. Samkv. framansögðu leggur utanrmn. til, að till. verði vísað til ríkisstj. til aðgerða og athugana.