24.03.1966
Efri deild: 55. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 801 í B-deild Alþingistíðinda. (624)

11. mál, fuglaveiðar og fuglafriðun

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Út af ræðu hæstv. sjútvmrh. vil ég taka það fram sem mína skoðun, að hér geti ekki verið um það að ræða, að flekaveiðar, sem óskað er eftir að haldist við Grímsey og Drangey, geti haft nein veruleg áhrif á stofn svartfuglsins. Hins vegar hafði ég hugsað mér, þegar ég sá þessa brtt. nú, að rétt mundi vera, að menntmn. tæki þetta atriði til meðferðar á ný, áður en það er afgreitt héðan úr d., vegna þess að sú brtt., sem hér liggur fyrir, gæti kannske komið til með að valda einhverjum útgjöldum. Það, sem er aðalatriði þessa máls að mínu áliti og meiri hl. menntmn., er það, hvort leyfa eigi áfram þá veiðiaðferð, sem fyrir löngu hefur verið mjög gagnrýnd, þ.e.a.s. snörufleka, sem lagðir eru á sjó, og ég fer ekki út í það mái meira en ég gerði við síðustu umr. þessa máls. Mín afstaða í því efni er algerlega óbreytt. Ég tel það algerlega úrelta veiðiaðferð og óhæfa. En sem sagt, vegna þessarar brtt., sem nú er komin fram, og óskar hæstv. ráðh. mundi ég óska eftir því, að n. tæki hana til athugunar, áður en hún er afgreidd hér í d., og óska ég eftir, að málið verði tekið út af dagskrá og n., eins og ég sagði, athugi þetta atriði á ný.