04.04.1966
Efri deild: 60. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 849 í B-deild Alþingistíðinda. (731)

142. mál, ferðamál

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Frv. til l. um breyt. á l. um ferðamál. nr. 29 30. apríl 1964, var lagt fyrir hv. Nd., og hefur málið feneið afgreiðslu þar. Það, sem gert er ráð fyrir að fá lögfest með frv. þessu, er að auka ábyrgðarheimild fyrir ferðamálasjóð úr 20 millj. í 40 millj kr.

Sjóðurinn hefur tekið að láni 13 millj. kr., og við síðustu áramót hafði verið lánað 11 millj. 370 bús. kr. til margra aðila víðs vegar um landið. Gert er ráð fyrir að afla ferðamálasjóði 10 millj. kr. láns á þessu ári, og vantar þá 3 millj. kr., til þess að heimildin nægi. En þar sem gert er ráð fyrir, að það þurfi einnig að útvega ferðamálasjóði lánsfé á næsta ári, þykir eðlilegt að hafa lánsheimildina ríflega, úr því að breyta þarf lögunum hvort sem er.

Síðan ferðamálasjóður tók til starfa árið 1964 og ferðamálaráð, hefur sjóðurinn innt af höndum, eins og áður segir, ýmsar lánveitingar til lagfæringar á gisti- og veitingahúsnæði víðs vegar um landið. Ferðamálaráð hefur sérstaklega kynnt sér ástand veitinga- og gistihúsamála, og það hefur komið í ljós, að víða er mikil þörf á breytingu til batnaðar. Ráðinn hefur verið sérstakur maður skv. lögum til þess að hafa eftirlit með gistihúsa- og veitingarekstri. Þessi maður hefur ferðazt um og safnað skýrslum og gögnum um þessa starfsemi, og með auknum ferðamannastraumi út um landið verður þarna sérstaklega þörf á úrbótum, en allar úrbætur kosta fé, og er enginn vafi á því, að ferðamálasjóður gerir og mun gera mikið gagn og því meira sem fjárráð hans verða betri.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta mál á þessu stigi, geri ráð fyrir, að allir hv. þdm. líti sömu augum á þetta mál, og legg til, að málinu verði að lokinni þessari 1. umr. vísað til 2. umr. og hv. samgmn.