01.04.1966
Neðri deild: 64. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (894)

144. mál, alþjóðasamþykkt um varnir gegn óhreinkun sjávar

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur í nál. á þskj. 424, mælir sjútvn. hv. d. með því, að þetta frv. verði samþ. Vegna ákvæðis í 5. gr. frv., þar sem heimilað er að auglýsa gildistöku síðari breytinga á þeirri alþjóðasamþykkt, sem hér um ræðir, í C-deild

Stjórnartíðinda, ræddi n. við ráðuneytisstjórann í utanrrn. og fékk þær upplýsingar hjá honum, að þessi heimild yrði eingöngu notuð, þegar um yrði að ræða minni háttar breytingar á alþjóðasamþykktinni, sem ekki snertu hagsmuni Íslands sérstaklega. Ef til kæmi með einhverjar breytingar, sem sérstaklega vörðuðu Ísland, yrðu þær að sjálfsögðu bornar undir Alþ. Að fengnum þessum upplýsingum ráðuneytisstjórans lagði n. einróma til, að frv. yrði samþ. óbreytt.