18.04.1967
Efri deild: 72. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1392 í B-deild Alþingistíðinda. (1252)

198. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Frv. þetta er stjfrv. og felur í sér, að bætt verði tveim mönnum í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, og verður þá stjórnin skipuð sjö mönnum í stað fimm áður. Þessir tveir, sem koma til viðbótar, verða tilnefndir annar af Landssambandi ísl. útvegsmanna og hinn eftir sameiginlegri tilnefningu Alþýðusambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Sjómannasambands Íslands. Í athugasemd við þetta frv. kemur það m.a. fram, að sjútvmrn. hafði borizt einróma ósk þessara aðila um, að sú breyting yrði gerð á stjórn verksmiðjanna, sem hér um ræðir. Á þessi tilmæli hefur verið fallizt, og mælir sjútvn. einróma með því, að frv. verði samþ. og því að lokinni þessari umr. vísað til 3. umr.