12.04.1967
Sameinað þing: 34. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1853 í B-deild Alþingistíðinda. (1622)

Þingmennskuafsal

forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt: „Reykjavík, 12. apríl 1967.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Davíð Ólafssyni, 6. landsk. þm.:

„Með því að ég hef í huga að taka að mér starf, er ekki getur samrýmzt þingmennsku, leyfi ég mér hér með að tilkynna yður, herra forseti, að ég hef ákveðið að afsala mér þingmennsku frá og með deginum í dag að telja.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt. Sigurður Bjarnason,

forseti neðri deildar.

Til forseta Sþ.“