06.04.1967
Sameinað þing: 30. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1859 í B-deild Alþingistíðinda. (1633)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (BF):

Forseta hefur borizt svo hljóðandi bréf:

Reykjavík, 5. apríl 1967.

Björn Fr. Björnsson, 4. þm., Sunnl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég get ekki sinnt þingstörfum næstu vikur vegna embættisanna heima í héraði, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Óskar Jónsson fulltrúi, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Benedikt Gröndal,

forseti Nd.

Til forseta Sþ.“

Óskar Jónsson fulltrúi, varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, hefur áður átt sæti á Alþingi og kjörbréf hans verið rannsakað. Hann tekur nú sæti 4. þm. Sunnl. í forföllum Björns Fr. Björnssonar, og ég leyfi mér að bjóða hann velkominn til þingstarfa.