24.02.1967
Sameinað þing: 25. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í D-deild Alþingistíðinda. (2174)

64. mál, þungaflutningar í snjó

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, sem sat hér sem varamaður á þingi fyrri hluta þessa þings, flutti þá till. til þál., sem hér er nú til umr., og vil ég leyfa mér vegna fjarvistar hans að mæla aðeins nokkrum orðum með till.

Eins og tillgr. eða eins og fyrirsögn till. ber með sér, fjallar hún um rannsóknir og tilraunir vegna þungaflutninga í snjó, og hljóðar hún þannig:

Alþ. ályktar að skora á ríkisstj. að fela vegagerð ríkisins að láta svo fljótt sem unnt er fara fram ýtarlegar rannsóknir og tilraunir í því skyni að leiða í ljós, hvers konar tæki og tækni henta bezt við þungaflutninga hér á landi, þegar fannalög og óstöðug vetrartíð gera venjuleg samgöngutæki óvirk.“

Flm. hefur skrifað allýtarlega grg. fyrir till., þar sem hann rökstyður þörfina á þeim rannsóknum og tilraunum, sem hann leggur þar til að gerðar verði, og hann bendir á það í grg., að það sé hin mesta nauðsyn nú í nútímaþjóðfélagi, að samgöngur séu greiðar og öruggar allt árið, og bendir jafnframt á það. að viða er það þannig um landið, að þegar snjó leggur að á vetrum, stöðvast öll samgöngutæki eða bílar, og þá er mjög örðugt að halda uppi eðlilegum samgöngum, einkum og sér í lagi er það örðugt hvað snertir alla þungaflutninga. Á þetta er bent hér rækilega í grg., og skal ég ekki hafa um það mörg orð, en vil þó minna á, að jafnvel þó að tekizt hafi að leysa að nokkru flutningsþörf eða samgönguþörf við vondar aðstæður á vetrum með snjóbílum og jafnvel beltisdráttarvélum, sem bændur hafa gert nokkuð lengi, er það engan veginn nægilegt til þess að halda uppi þeim miklu þungaflutningum, sem alltaf er þörf fyrir, hvort heldur er á sumri eða vetri.

Ég vil leggja til, herra forseti, þar sem það mun vera ákveðin ein umr. um þessa till., að umr, verði nú frestað og till vísað til allshn., og vænti þess, að málið fái hér greiðan gang gegnum þingið.