10.04.1967
Neðri deild: 62. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í B-deild Alþingistíðinda. (598)

137. mál, Búreikningastofa landbúnaðarins

Frsm. (Jónas Pétursson):

Herra forseti. Landbn. hv. d. hefur haft þetta frv. til athugunar. Það er stjfrv. og var lagt fram í Ed. Það var undirbúið af n., sem skipuð var þeim Ólafi Björnssyni prófessor, sem var formaður, Halldóri Pálssyni búnaðarmálastjóra, Sigmundi Sigurðssyni bónda og Torfa Ásgeirssyni hagfræðingi. Þetta mál er nokkurs konar hliðargrein af þeim samkomulagsatriðum, sem gerð hafa verið út af verðlagsmálum landbúnaðarins. Og n. hefur sem sagt yfirfarið frv. og leggur til samhljóða, að það verði samþ. óbreytt.