14.04.1967
Neðri deild: 66. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1109 í B-deild Alþingistíðinda. (901)

6. mál, almannavarnir

Frsm. meiri hl. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar frv. til l. um breyt. á l. um almannavarnir nr. 94 frá 29. des. 1962. Á síðasta Alþ. fluttu nokkrir þm. till. til þál. um endurskoðun laga um almannavarnir vegna hafíshættu o.fl., eins og fram kom í þeirri till. Þessi till. var flutt mjög seint á þinginu og varð ekki útrædd, en í umr. um til1. lýsti dómsmrh. því yfir, að hann teldi rétt, að nánari athugun yrði gerð á þessum atriðum, sem þáltill. fjallaði um, og að hann mundi hlutast til um, að athugað yrði, hvernig helzt kæmi til greina að fella ákvæði um þetta inn í l. um almannavarnir. Og með tilliti til þessa lagði hann fram þetta frv. hér um breyt. á l. um almannavarnir, og er tekið þar tillit til þeirra ákvæða, sem áðurnefnd þáltill. fjallaði um.

Sex nm. allshn. mæla með því, að frv. verði samþ., en einn nm., Ragnar Arnalds, gefur út sérálit í málinu, að því er ég bezt veit.