09.04.1968
Efri deild: 85. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1552 í B-deild Alþingistíðinda. (1450)

170. mál, eftirlit og mat á fiski og fiskafurðum

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Svo sem ég tók fram í framsöguræðu um þetta mál, þá var megintilgangur þessa frv. að samræma í einu lagi þá starfsemi, sem frv. fjallar um, Fiskmat ríkisins og fá út úr þeirri samræmingu sparnað í rekstri þessarar stofnunar. Í trausti þess, að þær brtt., sem ég hef nú ekki haft aðstöðu til að kanna til hlítar, miði að því, sem upphaflega var ráð fyrir gert, segi ég já.