09.04.1968
Neðri deild: 96. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1784 í B-deild Alþingistíðinda. (1684)

181. mál, tékkar

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Eins og fram kemur á þskj. 563, hefur fjhn. þessarar hv. d. orðið sammála um að mæla með samþykkt frv., en í grg. með frv. kemur fram, að það er flutt að ósk banka og sparisjóða, og það er lagt til, að bætt sé inn í 2. mgr. 55. gr. tékkalaganna orðunum „eða dagur, þegar bankastofnanir almennt eru lokaðar“.