11.10.1967
Sameinað þing: 0. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég skal ekki niðast á þeim rétti, sem mér er veittur með stuttri aths. Ég vil aðeins segja þetta:

Það hafa margar spár, sem bornar voru fram fyrir kosningar, farið á annan veg heldur en spáð var, þ. á m. þessi spá, að kommúnistum einum kæmu að gagni þau atkv., sem l-listinn fengi. Það er kunnugt, að því var einnig haldið fram, að listi Alþb. á Vestfjörðum væri sprengilisti, sem ekki tilheyrði Alþb., en nú er augljóst eftir kosningar, að hað er einmitt frambjóðandi Alþb. í Vestfjarðakjördæmi, sem á réttinn til þess að skipa sæti á Alþ. á grundvelli þess atkvæðamagns, sem I-listinn í Reykjavík hlaut, þegar það atkvæðamagn leggst við atkvæðamagn Alþb. í landinu.

Þá er rétt að taka það fram, að yfirlýsingar umboðsmanna G-listans hér í Reykjavík vörðuðu eingöngu afstöðu manna í því kjördæmi, en ekki frambjóðendur Alþb. í öðrum kjördæmum landsins. En það, sem ég ætlaði að segja, var þetta, að ég gladdist yfir að heyra það, að hæstv. forsrh. sagðist hafa svarað því, þegar hann var spurður um, hver yrði hans endanlega afstaða. Hún yrði sú sama eins og afstaða Alþb.- manna á Alþ. Jú, var það ekki? (Gripið fram í.) Það yrði eftir henni. Jú, það þýðir, að hann ætlar að greiða atkv., þegar þetta leiðarljós hefur verið kveikt. Það getur ekki skilizt öðruvísi. Þetta er miklu skýrara heldur en hin skýru kosningalög. (Forsrh.: Þótt skýr séu.) Nú, jæja, en leiðarljósið fyrir forsrh. hefur verið kveikt, því að fyrir örfáum dögum var samþ. shlj. á framkvæmdastjórnarfundi Alþb., að allir þm. Alþb. skyldu greiða atkv. með kjörbréfi Steingríms Pálssonar. Þar með hefur forsrh. sitt leiðarljós til að fara eftir, og ég vænti þess, að hann hafi ekki skipt um skoðun frá því, að hann svaraði þessu fyrir kosningar.