14.12.1967
Efri deild: 33. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í B-deild Alþingistíðinda. (230)

72. mál, ráðstafanir vegna landbúnaðarins í sambandi við breyting á gengi íslenskrar krónu

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt aths. Ég hélt nú satt að segja, að hæstv. landbrh. væri ekki svo viðkvæmur fyrir því, þó að ég hefði sérstaklega nefnt Suðurlandskjördæmi og hann ætti þar heima og væri landbrh. Það er síður en svo, að ég sé að færa einum eða neinum til hnjóðs, þótt hann skuldi. Það má vera, að aðrir geri það, en ég geri það ekki. En ég vil minna á það, að þannig er búið að lánamálum landbúnaðarins og verðlagsmálum, að lausaskuldir í landbúnaði hafa stórum vaxið hin síðari ár, sem þær ættu ekki að gera, ef vel hefði verið búið að verðlags- og lánamálum.